Jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun
02. nóvember 2018

Í dag 22. október barst Coca-Cola European Partners á Íslandi leyfi til að nota Jafnlaunamerkið. Er þetta viðurkenning á því starfi sem fyrirtækið hefur unnið að í jafnréttismálum. En síðastliðin júní stóðst fyrirtæki úttekt British Standards Institute á Íslandi á jafnlaunavottun ÍST85:2012.

Við erum gríðarlega ánægð með þennan árangur og viðurkenningu. Jafnlaunastaðallinn er gæðakerfi sem miðar að stöðugum úrbótum og þar af leiðandi höldum við áfram að vinna samskvæmt þeim verkferlum sem hann setur okkur á degi hverjum. 

Jafnlaunamerkið felur í sér staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að innan fyrirtækisins séu til staðar jafnlaunakerfi sem stuðla að því að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf séu ekki mismunað í launum. 

 

Jafnlaunavottun