Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2017

Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2017
26. apríl 2018

Komin er út ný sjálfbærniskýrsla Coca-Cola European Partners á Íslandi sem tekur á árangri fyrirtækisins í sjálfbærnimálum á árinu 2017 og hvernig við stöndum okkur gagnvart nýrri sjálfbærnistefnu sem var kynnt í nóvember síðastliðnum.  Hin nýja sjálfbærniáætlun var þróuð af The Coca-Cola Company í Vestur-Evrópu og Coca-Cola European Partners.


Sjálfbærni er kjarnaþáttur í viðskiptum okkar en í sjálfbærniskýrslunni er fjallað um árangur okkar og  enn fremur framtíðarmarkmið okkar í sjálfbærnimálum. Við ætlum að setja ný viðmið og skora þannig bæði á okkur sjálf og samstarfsaðila okkar. 
Sjálfbærni er verkefni sem sífellt þarf að huga að og við getum alltaf bætt okkur og gert betur. Saman getum við haft stór áhrif á framtíðina og framtíð barnanna okkar.

Þú getur skoðað skýrsluna HÉR

Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2017