Starf í vöruhúsi í Reykjavík

Starf í vöruhúsi í Reykjavík
24. nóvember 2017

Starf í vöruhúsi í Reykjavík

Laust er starf fyrir áreiðanlegan aðila sem felst í tiltekt pantana, pökkun, talningu o.fl. í vöruhúsi CCEP í Reykjavík.
Um fullt starf er að ræða þar sem unnið er frá kl 8 til 16 virka daga, en á vöktum á sumrin.
CCEP er lifandi vinnustaður þar sem gerðar eru miklar kröfur til gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunar. 

Konur jafnt og karlar eru hvattar til að sækja um.

Hæfnis- og menntunarkröfur:

  • Lyftarapróf er æskilegt
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Almenn tölvukunnátta
  • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Stundívís, áreiðanleiki og heiðarleiki 


 

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sverrisson, olafur@ccep.is

Allir einstaklingar sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun. 

Umsóknir óskast fylltar út á http://www.ccep.is/mannaudur/laus-storf/

 
Við bjóðum spennandi vinnustað í alþjóðlegu umhverfi þar sem við erum í sífelldum breytingum og umbótavinnu að mæta þörfum viðskiptavina. Viðskiptavinahópur okkar er fjölbreyttur og við viljum að starfsmenn okkar endurspegli þá fjölbreytni.

Coca-Cola á Íslandi starfar eftir virkri jafnréttisstefnu og stjórnendur gera sér grein fyrir því að aukinn fjölbreytileiki í hópi starfsmanna skilar sér í auknum árangri fyrirtækisins. Við trúum því að með því að styrkja fjölbreytni og jafnrétti innan fyrirtækisins, búum við til góðan vinnustað sem laðar að sér gott starfsfólk. 

Allir einstaklingar sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun. 

Coca-Cola á Íslandi (áður Vífilfell) hefur djúpar rætur í íslensku samfélagi og hefur verið starfrækt síðan 1942.

Fyrirtækið hefur síðan 29. júlí 2016 verið hluti af af Coca Cola European Partners sem er stærsti sjálfstæði átöppunarfyrirtæki miðað við veltu.  Coca-Cola European Partners  starfar í 13 mörkuðum í Evrópu með 25.000 starfsmenn og býður neytendum og viðskiptavinum fjölbreytt úrval drykkja undir merkjum þekktustu vörumerkja í heimi.

Starf í vöruhúsi í Reykjavík