Skilar öllu affallsvatni og skólpi tandurhreinu út í holræsakerfið

Skilar öllu affallsvatni og skólpi tandurhreinu út í holræsakerfið
20. október 2017

Coca-Cola European Partners Ísland innleiddi umhverfisstefnu The Coca-Cola Company og hefur unnið markvisst að aukinni sjálfbærni fyrirtækisins. Viðamesti parturinn var að byggja afkastamikla vatnshreinsistöð árið 2011 sem hreinsar allt affallsvatn og skólp frá verksmiðjunni. Þetta er eina hreinsistöð sinnar tegundar á Íslandi og skilar hún eingöngu tandurhreinu vatni út í skolpræsakerfi borgarinnar. Meðhöndlun frárennslis verður að skila vatni aftur til náttúrunnar þannig að það styðji við lífríki sjávar, jafnvel þótt yfirvöld geri ekki kröfu á það. Á Stuðlahálsi er því haft fiskabúr til að sannreyna vatnsgæðin áður en vatnið er dælt út í skólpkerfi borgarinnar. Allt ferli fyrirtækisins er gæðavottað samkvæmt ISO gæðastöðlum. Þar er um að ræða ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi. 

Umhverfisstefna fyrirtækisins er metnaðarfull og leitast CCEP við að vernda og bæta umhverfið með því að:

• Þekkja, skrá og meta þau umhverfisáhrif sem af starfsemi félagsins leiðir

• Uppfylla viðeigandi kröfur stjórnvalda og samstarfsaðila í umhverfismálum

• Vinna að stöðugum umbótum í umhverfismálum í samvinnu við almenning, viðskiptavini og stjórnvöld

• Lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið með aðgerðum sem;

• draga úr mengun og losun úrgangs

• stuðla að aukinni endurvinnslu

• auka vægi endurnýjanlegra orkugjafa í starfseminni

 

 

Myndin er tekin í hreinsistöð CCEP Ísland. Axel Tamzok, til vinstri, fylgist grannt með að vatnshreinsunin standist allar mælingar. Með honum er Stefán Magnússon, markaðsstjóri fyrirtækisins. 


Viðtalið kom fram í Bændablaðinu og nánari upplýsingar er að finna hér.  

Skilar öllu affallsvatni og skólpi tandurhreinu út í holræsakerfið