Skýrsla um sjálfbærni

Skýrsla um sjálfbærni
15. maí 2017

Sjálfbærni skiptir okkur hjá Coca-Cola European Partners miklu máli og hefur gert það lengi. Í störfum okkar höfum við haft sjálfbærni að leiðarljósi til dæmis við gerð umhverfis-, gæða- og starfsmannastefnu okkar. Gildi okkar mótast einnig af stefnu um sjálfbærni sem og markaðsstarf okkar.  Coca-Cola European Partners starfar eftir ströngum kröfum The Coca Cola Company (TCCC), meðal annars eftir KORE gæðastaðli þeirra, sem gerir kröfur um að eiga einungis viðskipti við aðila sem geti sannanlega sýnt fram á það að starfsemi þeirra sé sjálfbær og samfélagslega ábyrgð.  Coca-Cola á Íslandi hefur einnig innleitt ISO 9001, ISO 14001, ISO 18001 og ISO 22000 í starfsemi sinni að Stuðlahálsi..

„Sjálfbærni snýst um hvað þú gerir í dag til að viðhalda framtíðinni.  Til að einfalda umfjöllun um viðfangsefnið má flokka sjálfbærni í þrjá flokka; samfélagslega, hagræna og umhverfislega sjálfbærni.“ segir Carlos Cruz forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.  Í meðfylgjandi skýrslu er að finna samantekt á því hvernig Coca-Cola European Partners á Íslandi starfaði á árinu 2016 í þessum þremur flokkum sjálfbærni 

SKÝRSLA UM SJÁLFBÆRNI 2016

Skýrsla um sjálfbærni