Rangt að Coca-Cola Zero verði tekið af markaði

Rangt að Coca-Cola Zero verði tekið af markaði
22. apríl 2016

Í frétt á vef Pressunnar kemur fram að til standi að taka Coca-Cola Zero af markaði.  Þetta er rangt og passar innihald fréttarinnar ekki við fyrirsögnina. 

Árið 2015 var tilkynnt að allir drykkir í Coke-fjölskyldunni skyldu bera nafnið Coca-Cola og svo væri undirbragðtegundin tiltekin.  Í tilviki Coke Zero er um að ræða Coke með engum sykri.  Á núverandi umbúðum bæði hér á landi og erlendis heitir drykkurinn Coca-Cola og undirheitið er Zero sugar eða enginn sykur.  Ekki er því um neina breytingu að ræða hvað vörumerkjastefnu eða heiti á drykknum varðar en aftur á móti stendur til að uppfæra útlit umbúðanna til að samræma betur heildarútlit Coca-Cola fjölskyldunnar.

Coca-Cola Zero er sá sykurlausi gosdrykkur sem hvað mest líkist hinu upprunalega klassíska Coca-Cola í bragði. Samhliða breytingunum á útliti umbúðanna stendur til á einhverjum mörkuðum að betrumbæta uppskriftina enn frekar frá því sem nú er þannig að drykkurinn verði enn líkari hinum upprunalega drykk. Ekki er um nýjan drykk að ræða eða nýtt vörumerki. Því er rangt að tala um að Coca-Cola Zero verði tekið af markaði. 

Þess má geta að Coca-Cola Zero hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. Hann er sá drykkur sem óx mest hvað markaðshlutdeild og sölu varðaði hérlendis árið 2015 en þegar litið er til síðustu fimm ára þá hefur sala á drykknum þrefaldast.  

Rangt að Coca-Cola Zero verði tekið af markaði