Taste the feeling

Taste the feeling
20. janúar 2016

The Coca-Cola Company kynnir í dag á heimsvísu nýja markaðsstefnu fyrir Coca-Cola. Hún sameinar í fyrsta skipti markaðssetningu fyrir vörumerkin Coca-Cola, Coca-Cola Zero og Coca-Cola Light undir hatti móðurvörumerkisins Coca-Cola sem er, eins og allir vita, stærsta vörumerki í heimi í flokki drykkjarvara. Þessi breyting snýst um að yfirfæra ímynd Coca-Cola vörumerkisins yfir á hin vörumerkin undir merki Coca-Cola og að neytendur velji um ólíkar tegundir af Coca-Cola í stað þess að velja á milli ólíkra vörumerkja. Einungis er um útlitslega breytingu að ræða, en ekki breytingu á sjálfum vörunum Coca-Cola, Coke Zero eða Coke Light. Neytendur geta áfram fengið sína uppáhalds tegund af Coca-Cola.  

Í dag er sömuleiðis ráðist í nýja markaðsherferð á heimsvísu þar sem gefinn er tónninn fyrir breytta stefnu fyrirtækisins. Um er að ræða stærstu markaðsherferð Coca-Cola í heilan áratug. Kynnt er til sögunnar nýtt slagorð, „Taste the feeling”, og frumsýnir fyrirtækið af þessu tilefni nýja auglýsingu út um allan heim..

Hægt er að skoða auglýsinguna hér

Áhersla á að neytendur hafi ávallt val
Í nýju herferðinni er einblínt á hversdagslega hluti og upplifanir sem neytendur um allan heim þekkja.  Varan sjálf er í aðalhlutverki þar sem hún er miðpunkturinn í þessum viðburðum og er vísað til þeirrar einstöku tilfinningar sem felst í því að drekka Coca-Cola, af hvaða tegund sem er.  Áhersla er á að neytendur hafi ávallt val um hvaða tegund Coca-Cola hentar lífsstíl, mataræði eða bragðskynjun hvers og eins. 

Taste the feeling