30 prósent aukning á sölu Coke í gleri á fyrsta ársfjórðingi.

30 prósent aukning á sölu Coke í gleri á fyrsta ársfjórðingi.
24. apríl 2015

Sala á Coke í gleri hér á landi jókst um rúm 30% á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs en Coca-Cola fyr­ir­tækið fagn­ar um þess­ar mund­ir 100 ára af­mæli Coke-gler­flösk­unn­ar. Sölu­aukn­ing­in á við um Coca-Cola, Coke Lig­ht og Coke Zero í gleri, en sala á síðast­nefnda drykkn­um jókst mest. Aukn­ing­in í gler­flösk­un­um er viðbót við sölu á Coca-Cola drykkj­um í öðrum umbúðum og sam­an­lagt hef­ur sala Coke-drykkja því auk­ist um­tals­vert á þess­um fyrsta árs­fjórðungi. 

Lít­il Coke í gleri kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið árið 1915 og fagn­ar hún því ald­araf­mæli sínu í ár. Coke kom fyrst til Íslands árið 1942 með banda­ríska hern­um og segja má að glerflask­an sé samof­in sögu 20. ald­ar á Íslandi. Coke í gleri selst enn í um­tals­verðu magni hér á landi, bæði á veit­inga­stöðum og í versl­un­um. 

 Í til­efni af 100 ára af­mæl­inu voru fram­leidd­ar aug­lýs­ing­ar þar sem glerflask­an er lát­in guma af því að hafa kysst goðsagn­ir eins og El­vis Presley og Mari­lyn Mon­roe. Her­ferðin er að mestu alþjóðleg en stjórn­end­ur Víf­il­fells beittu sér fyr­ir því að þessu yrði breytt og minntu drykkjar­vöru­fram­leiðand­ann á að fáar þjóðir eigi eins sterkt sam­band við Coke í gleri.

Það varð því úr að Víf­il­fell fékk leyfi til þess að nota þekkta Íslend­inga á borð við Ladda og Eurovisi­on­stjörn­una Maríu Ólafs­dótt­ur í aug­lýs­ing­um sín­um og draga fram tengsl­in sem Coke í gleri hef­ur við aðrar vör­ur hér á landi, m.a. lakk­rís­rör og Prince Polo.

Gam­all draum­ur Unn­ar rætt­ist

Á meðal annarra þekktra Íslend­inga sem birst hafa í aug­lýs­ing­un­um und­an­farið er Unn­ur Steins­son, fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing. Í viðtali árið 2012 sagði Unn­ur frá því að þegar hún var ung hafi draum­ur­inn verið að leika í Coca-Cola aug­lýs­ingu, sem „voru alltaf svo flott­ar og glæsi­leg­ar“. Sagði hún þá að ósk­in hefði ekki ræst og má því segja að með 100 ára af­mæl­is­her­ferðinni hafi gam­all draum­ur Unn­ar orðið að veru­leika.

30 prósent aukning á sölu Coke í gleri á fyrsta ársfjórðingi.