Dregið í undanúrslitum Coca-Cola bikarins

Dregið í undanúrslitum Coca-Cola bikarins
18. febrúar 2015

Í gær var dregið í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta sem fer fram 26. og 27. febrúar næstkomandi. Í ár verður fyrirkomulag undanúrslitana með sama sniði og í fyrra þegar undanúrslit og úrslitin eru spiluð sem fjögurra daga úrslitahelgi. Úrslitaleikirnir fara svo fram þann 28. febrúar og á sunnudeginum 29. febrúar fara fram úrslitaleikir yngri flokka. 

Í kvennaflokki mætast Valur og Haukar kl 17:15 fimmtudaginn 26. febrúar og síðar þennan sama dag eða kl 20:00 mætast ÍBV og Grótta. Karla leikirnir verða spilaðir þann 27. febrúar og mætast Valur og FH kl 17:15 og síðar um kvöldið eða kl 20:00 mætast ÍBV og Haukar.

Það verður því mikil handboltaveisla í Laugardalshöllinni í næstu viku sem enginn handboltaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Dregið í undanúrslitum Coca-Cola bikarins