Coke gleður Matta

Coke gleður Matta
11. febrúar 2015

Allt frá upphafi hafa einkunarorð Coca-Cola verið að veita fólki hamingju og að fólk eigi að deila hamingjunni með öðrum og þannig reynum við að gera heiminn betri. Matthías Ingimarsson eða Matti eins og flestir þekkja hann er vinamargur enda yndislegur gleðigjafi sem alltaf er brosandi og tilbúinn að sjá það jákvæða í fólki. Matti sem er frá Ólafsfirði hefur verið mjög hrifin af Coke síðan hann var krakki og hefur hann oft á tíðum þurft að leggja mikið á sig til að geta fengið uppáhalds drykkinn sinn. 

Um síðustu helgi hélt Matti upp á fimmtugsafmælið sitt. Þegar við fréttum af því að Matti væri að fara að halda upp á þennan merkilega viðburð í lífi sínum þá gátum við ekki setið á okkur og ákváðum að koma honum aðeins á óvart.

Veislan var að sjálfsögðu full af vinum og ættingjum enda mikill fjöldi af fólki sem þekkir þennan yndislega mann og hefur kynnst honum í gegnum tíðina. Sumir vina hans vilja meina að það sé nóg að hitta hann í eina mínútu og þá sé maður orðinn vinur hans. Það sást greinilega í veislunni því hann fékk kveðjur frá fólki af öllu landinu, hvort sem það var Páll Óskar, Raggi Bjarna, Steindi Jr eða aðrir vinir sem komust ekki í veisluna.

Eitt af því sem Matta fannst hvað skemmtilegast í aðraganda afmælisins var að hann fékk að koma í verksmiðju Vífilfells fyrir afmælið sitt, þar fékk hann nóg af Coca-Cola til að geta boðið vinum sínum í veislunni, þá kom Stefán Pálmason sölumaður Vífilfells á Akureyri færandi hendi í afmælinu og gaf Matta Coke merktann varning, keppnistreyju frá Íslenska landsliðinu í knattspyrnu og fleira. Þetta vakti miklu lukku hjá Matta og var greinilegt að Coke er í miklu uppáhaldi hjá honum. 

 Við óskum Matta innilega til hamingju með afmælið og vonum að hann haldi áfram að halda áfram að gleðja fólk í kringum sig.

 Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Matta með Stefáni (til hægri) og Fylki Guðmundssyni (til vinstri) sem er þjálfarinn hans í Boccia. 

Við fengum góðfúslegt leyfi frá fjölskyldu Matta til að sýna skemmtilegt myndband sem þau bjuggu til handa honum. Hægt er að sjá myndbandið með því að smella hér 

Coke gleður Matta