Íslenska flatabakan opnar í Kópavogi

Íslenska flatabakan opnar í Kópavogi
06. febrúar 2015

Pizzustaðurinn Íslenska flatbakan var opnaður í vikunni en einn eigendanna er handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hyggst standa vaktina þegar hann er í fríi frá því að leika með liði sínu Barcelona.

Sérstakt smökkunarkvöld fyrir vini og vandamenn var haldið á miðvikudaginn og við það tækifæri var einnig undirritaður fjögurra ára samningur við Vífilfell um sölu drykkjarfanga.

Auk Guðjóns Vals eru eigendurnir þeir Valgeir Gunnlaugsson og Ísak Runólfsson. Þeir segja gamlan draum vera að rætast með opnun Íslensku flatbökunnar og bæta við að dag hvern eigi um 18 þúsund bílar leið framhjá Bæjarlind 2 þar sem staður­inn er til húsa.

Guðjón Valur var fjarri góðu gamni á smökkunarkvöldinu enda upptekinn á handboltavellinum með liði sínu. Valgeiri segir hinsvegar að Guðjón Valur ætli að nýta öll tækifært til að koma heim og hjálpa til. „Guðjón Valur er frábær þjónn og við munum nota hann frammi í sal þegar hann kemur næst heim.“

Vífilfell hefur mikla trúa á þessum nýja stað sem er vel staðsettur og bíður upp á úrvals pizzur sem munu án efa slá í gegn.

 

Íslenska flatabakan opnar í Kópavogi