Skalli og Vífilfell endurnýja viðskipstasamning

Skalli og Vífilfell endurnýja viðskipstasamning
01. febrúar 2015

Viðskiptasamband Vífilfells og Skalla hefur varið frá árinu 1971 og því er um margra áratuga samband að ræða. Engin breyting verður á þessu ánægjulega og farsæla sambandi því fyrirtækin hafa undirritað nýjan viðskiptasamning. Þeir Þorleifur Einarsson og Gunnar Örn Helgason undirrituðu samninginn fyrir hönd Vífilfells á Skalla í Ögurhvarfi nú á dögunum. 

Jón í Skalla var ánægður með nýja samninginn og sagðist hafa afgreitt þær nokkrar Coke flöskurnar yfir borðið í gegnum tíðina.  “Ég er ánægður með að nýr samningur sé í höfn og því held ég áfram að afgreiða Coke yfir borðið eins og ég er búinn að gera frá því árið 1971” sagði Jón.

Einnig var undirritaður nýr viðskiptasamningur við Skalla á Selfossi.  Sú breyting hefur átt sér stað að Snæland Vídeó á Selfossi er nú orðið að Skalla.  Helgi í Skalla á Selfossi gerði sér ferð í bæinn, fékk sér eina Coke hjá Jóni kollega sínum í Ögurhvarfi og undirritaði samninginn.

Á myndinni eru þeir léttir í bragði, þeir Helgi og Jón með Tolla og Gunna og standa þar við gamla mynd af Skalla í Lækjargötu.    

Skalli og Vífilfell endurnýja viðskipstasamning