Núðluskálin endurnýjar samning

Núðluskálin endurnýjar samning
29. janúar 2015

Vífilfell hefur endurnýjað samning sinn við Núðluskálina á Skólavörðustíg en gengið var frá endurnýjuninni á fallegum janúardegi nú fyrir skemmstu.  

Núðluskálin er lítill "fusion" núðlubar neðst á Skólavörðustíg sem hefur það að markmiði að bjóða saðsaman, hollan og góðan brottnámsmat (Take-away).  Einnig er hægt að njóta á staðnum í hjarta miðborgarinnar.

Þeir Krisján Jörgen og Sigurður Jónas opnuðu veitingastaðinn árið 2009 og var þeim strax tekið fagnandi og það vel að stækka þurfti staðinn.  Fyrst um sinn voru þeir á einni hæð en nú í janúar urðu þeir að taka efri hæðina líka og því mun meira sætapláss fyrir þá sem kjósa að njóta á staðnum.

Þeir Kristján og Sigurður voru afar sáttir við að hafa endurnýjað samninginn við Vífilfell og sammæltust um mikilvægi hans en þeir sömdu við Vífifell þegar staðurinn var opnaður.  “Sambandið er því orðið 6 ára gamalt”. 

Undir þetta tóku þeir Gunnar Örn og Jón Gestur, viðskiptastjórar hjá Vífilfelli.  “Við erum afar stoltir af því að halda áfram samstarfinu við Núðluskálina en auk þess að bjóða upp á gos og vatn munu þeir einnig vera útsölustaður á Chaqwa kaffi.  Það er nú fátt betra en að fá sér góðan kaffibolla eftir að hafa borðað gómsætar núðlur eða súpur hjá þeim félögum” bættu Gunni og Jón Gestur við.

Núðluskálin endurnýjar samning