Nýr Svali með berjabragði

Nýr Svali með berjabragði
23. október 2014
Svali með berjabragði er glæný og fersk bragðtegund sem fór í dreifingu nú um miðjan október. Svali berja inniheldur safa úr bláberjum, hindberjum og eplum og um 30 prósent minni sykur en í sambærilegum drykkjum.

Samkvæmt könnun sem MMR framkvæmdi í desember 2013 kom skýrt í ljós að Svali er talinn bestur á meðal barna á aldrinum 5-11 ára. Í bragðprófunum sem framkvæmdar voru í sömu könnun kom fram að 87 prósent svarenda á aldrinum 5-11 ára fannst bragðið af nýja berja Svalanum vera frekar gott eða mjög gott. Í sömu könnun sögðust 95 svarenda bragðið vera frískandi og 78 prósent sögðu bragðið passlega sætt.

Svala fígúrurnar eru börnunum oft á tíðum mjög mikilvægar og því er lagt mikið uppúr því að halda þeim áfram þrátt fyrir breytingar á vörulínunni og fækkunum á vörunúmerum. Því verða fígúrur sykurskertra færðar yfir á þær sem halda áfram. Með Svala berja munu nýjar fígúrur líta dagsins ljós og munu þær höfða til áhugasviða markhópsins. 


 
Nýr Svali með berjabragði