Íslenska Beikonbræðralagið heiðraði Víking og Coca-Cola

Íslenska Beikonbræðralagið heiðraði Víking og Coca-Cola
06. október 2014
Víking og Coca-Cola fengu í síðustu viku viðurkenningu og gjöf fyrir gott samstarf við Reykjavík Bacon Festival síðustu árin. Víking og Coca-Cola hafa unnið náið með Beikonbræðralaginu og verið samstarfsaðilar Reykjavík Bacon Festival í nokkur ár núna. Föstudaginn 3. október var haldin viðhöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem íslenska Beikonbræðralagið afhenti Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum gjöf uppá tvær og hálfa milljón sem safnaðist á beikonhátíðinni í sumar. 

Við sama tilefni var Jóni Viðari markaðsstjóra Coke og Hreiðari Jónssyni markaðsstjóra áfengis afhent viðurkenning fyrir frábært samstarf og gjöf sem þakklæti fyrir stuðningin öll þessi ár.

   

Íslenska Beikonbræðralagið heiðraði Víking og Coca-Cola