Íslenska Beikonbræðralagið heiðraði Víking og Coca-Cola

Íslenska Beikonbræðralagið heiðraði Víking og Coca-Cola
06. október 2014
Víking og Coca-Cola fengu í síðustu viku viðurkenningu og gjöf fyrir gott samstarf við Reykjavík Bacon Festival síðustu árin. Víking og Coca-Cola hafa unnið náið með Beikonbræðralaginu og verið samstarfsaðilar Reykjavík Bacon Festival í nokkur ár núna. Föstudaginn 3. október var haldin viðhöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem íslenska Beikonbræðralagið afhenti Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum gjöf uppá tvær og hálfa milljón sem safnaðist á beikonhátíðinni í sumar. 

Við sama tilefni var Jóni Viðari markaðsstjóra Coke og Hreiðari Jónssyni markaðsstjóra áfengis afhent viðurkenning fyrir frábært samstarf og gjöf sem þakklæti fyrir stuðningin öll þessi ár.