Verndun heimkynna ísbjarnarins

Verndun heimkynna ísbjarnarins
17. september 2014

Sérhver fjölskylda þarf að eiga Arctic home, er yfirskrift herferðar sem Coca-Cola og WWF (World wildlife fund) eru að standa að næstu vikurnar. Herferðin miðar að því að safna peningum til hjálpar ísbjörnum á Norðurheimskautnum sem eru í miklum vandræðum með að finna örugg svæði til að ala upp húna sína vegna bráðnunar heimskautaíssins.

Á þessari stundu verða margar birnur að finna stað þar sem þær geta fætt og alið upp húnana, en bráðnandi heimskautaís gerir það að verkum að hefðbundnum svæðum hentugum til slíks fækkar. Birnurnar neyðast til að synda lengra út á haf eða fara inn í land nær mönnunum, til að leita að fæðu fyrir húnana þar sem ísinn er að hverfa.

Það er óhugsandi að sjá fyrir sér Norðurheimskautið án ísbjarna en með þessari herferð vona WWF og Coca-Cola að hægt verði að safna peningum sem geta hjálpað til við að halda áfram rannsóknum á norðurheimskautssvæðinu sem munu vonandi hjálpa ísbjörnunum að finna örugg svæði til að búa á í framtíðinni.

Framlag þitt getur hjálpað WWF að veita birnum og húnum þeirra bjartari framtíð. Coca-Cola mun jafna hvert framlag sem gefið verður í söfnunina upp að einni milljón evra. 

Farðu inná heimasíðu söfnunarinnar og legðu þessum góða málsstað lið og hjálpum birnunum að finna sér varanleg heimkynni. 

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að hjálpa.

  • Að finna hentugan stað fyrir híði er eins og að finna hvíta nál í risastórum hvítum snjóheystakka. Jafnvel með litlum flugvélum, snjóbílum og bátum er umhverfið mjög erfitt og fjandsamlegt. Það að gera teymi sérfræðinga kleift að vinna þarna kostar 25.000 evrur á dag
  • Fleiri eftirlitshálsbönd fyrir birnur með húna þýðir að WWF getur fylgst með björnum og fengið nauðsynlegar upplýsingar um fjölskyldur ísbjarna. Hálsbönd kosta 10.000 evrur á hvern björn og að koma fyrir "Citter myndavél" sem fylgir dýrinu kostar 5.000 evrur.
  • Í þó nokkur ár hefur WWF stutt við innfædda Chukot-búa í Rússlandi til að koma í veg fyrir banvæn átök á milli fólks og ísbjarna. Ísbjarnaeftirlitssveitirnar kosta á milli 15.000 og 30.000 evrur.
  • Það er ekki hægt að skapa heilbrigt líf fyrir ísbirni með því að skoða þarfir þeirra án tillits til vistkerfisins. Skoða verður hið flókna samspil sem einkennir alla fæðukeðju Norðurheimskautsins. WWF fylgist náið með öðrum dýrategundum eins og mjaldi, náhvölum og rostungum. Meking hvala kostar 5.000 evrur á ári, þ.m.t. öflun gagna.

Verndun heimkynna ísbjarnarins