Glerflöskuskortur olli Corona-leysi í sumar

Glerflöskuskortur olli Corona-leysi í sumar
11. september 2014
Hinn frægi Corona-bjór hefur verið með öllu ófáanlegur á Íslandi í sumar. Skýringin á þessum skorti er glerskortur sem plagaði bjórframleiðandann á fyrri hluta ársins en Corona-bjórinn er víða eingöngu seldur í glerflöskum, þar á meðal hér á landi. Flöskurnar eru sérframleiddar fyrir Corona samkvæmt gamalli hefði og eru merkingarnar málaðar á glerið en ekki límdar eins og hjá öðrum framleiðendum. Skorturinn á glerflöskunum olli því miklum vandræðum á meðal dreifingaraðila um allan heim, og þá sérstaklega í Evrópu. Á Íslandi hefur Corona verið með öllu uppseldur frá því í maí.

Hreiðar Þór Jónsson markaðsstjóri áfengis segir Corona eiga sér tryggan aðdáendahóp hér á landi og hefur þessi hópur ekki verið ánægður með þessa vöntun og þá sérstaklega ekki í sumar þar sem mesta sala fer fram. "Ég get róað þá með því að við erum sem betur fer að fá nýja sendingu núna en vegna reglna hjá ÁTVR þá verður ekki hægt að dreifa bjórnum í allar verslanir heldur verður bjórinn að vinna sér sæti í verslunum áður en hann getur fengið fulla dreifingu. Það mun því eflaust taka töluverðan tíma áður en við fáum fulla dreifingu á Corona aftur. 

Nánari upplýsingar veitir: Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri áfengis s. 6602679

Glerflöskuskortur olli Corona-leysi í sumar