Powerade - Reykjavíkurmaraþon

Alls eru sumarhlaupin fimm í Powerade mótaröðinni og endar hún á stærsta hlaupinu, sem er Reykjavíkurmaraþonið. Í ár var metþátttaka þegar rúmlega 15.000 manns tóku þátt og voru flestir skráðir í 10. Km hlaupið. Glæsileg skráningarhátíð var haldin í Laugardalshöll dagana 21 og 22. ágúst og fengu allir sem skráðu sig til leiks í hlaupið gefins Hámark og þá var Powerade bás á svæðinu þar sem gestum og gangandi gafst kostur á því að smakka Powerade ásamt því að fá fræðslu um innihald og kosti drykksins.
Powerade var með alls 9 drykkjastöðvar viðsvegar á hlaupaleiðinni þar sem þyrstir hlauparar gátu fengið ýmist Powerade eða vatn að drekka. Þá var Vífilfell með eina skemmtistöð á Lindarbraut þar sem starfsmaður fyrirtækisins Jón Gestur og hljómsveit hans skemmtu hlaupurum og hvöttu þá áfram með mikilli tónlistarveislu.