Fjör um verslunarmannahelgina

Fjör um verslunarmannahelgina
25. júlí 2014

Vífilfell og vörumerki þess verða víða um land um verslunarmannahelgina. Meðal hátíða sem Vífilfell kemur að eru Ein með öllu, Mýrarboltinn, Unglingalandsmót UMFÍ og Neistaflug og koma vörumerki eins og Coca-Cola, Víking og Carlsberg að þessum hátíðum með mismunandi hætti.

Eina með öllu á Akureyri

Coca-Cola er einn af aðal bakhjörlum fjölskyldu útihátíðarinnar Ein með öllu sem fer fram á Akureyri dagana 31. júlí - 4. ágúst. Mikið verður um að vera á svæðinu og má þar nefna kirkjutröppuhlaup frá KEA Hótelinu, tónlistaratriði á Ráðhústorginu, pylsu og coke veisla við Iðnaðarsafnið, sparitónleikar á flötinni fyrir neðan samkomuhúsið og stórglæsileg flugeldasýning.

Nánari upplýsingar um Eina með öllu

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og er Vífilfell stolt af því að vera einn af aðal styrktaraðilum mótsins. Þetta er í 17. sinn sem mótið er haldið og í þriðja sinn sem það er haldið á Sauðárkróki. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á  fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 

Meira um Unglingalandsmót UMFÍ 

Mýrarboltinn á Ísafirði

Mýrarboltinn er haldinn á Ísafirði á hverju ári yfir verslunarmannahelgina og er Carlsberg einn af bakhjörlum hátíðarinnar. Mýrarboltinn er töluvert frábrugðin öðrum hátíðum um verslunarmannahelgina að því leitinu að aðalmálið þar er að keppa í mýrarbolta fótboltamótinu sem fer fram yfir helgina. Það eru þó ekki knattspyrnuhæfileikar sem munu koma þér í úrslit heldur gleði og útsjónarsemi. Að vera í flottum búningum í keppninni er einnig mikilvægt og er mikið lagt upp úr þvi að lið mæti í sem flottustu búningunum og eru gefin verðlaun fyrir það lið sem er talið skara fram úr í búningavali. Auk mýrarboltans er fullt af frábærum tónlistaratriðum sem eru í lok hvers dags. 

Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar um Mýrarboltann á Ísafirði

Neistaflug á Neskaupsstað

Fjölskyldu og útihátíðin Neistaflug er nú haldin í 21. skipti og verður Coke að sjálfsögðu hluti af þessari stórskemmtilegu hátíð. Glæsileg skemmtidagskrá verður í boði í ár eins og fyrri ár. Meðal þeirra atriða sem eru orðin að hefð á Neistaflugi eru brunaboltinn, hverfagrillið, sundlaugargleðin og fleira. Fjölmargir skemmtikraftar koma fram og má þar nefna Jónas og ritvélar framtíðarinnar, Ragga Bjarna, Eyþór Inga, Buff, Pál Óskar og fleiri. Á Neistaflugi eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um helgina.

Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Neistaflug

Fjör um verslunarmannahelgina