Ölver semur við Vífilfell

Ölver semur við Vífilfell
01. júlí 2014
  • Ölver er elsta starfandi krá landsins - 30 ára í þessum mánuði

  • „Mikilvægur samningur fyrir Vífilfell - hörð samkeppni um bestu barina"

  • Víking söluhæsti bjór landsins. Ferðamenn þekkja Einstök sérbjórinn

Sportbarinn Ölver í Glæsibæ hefur samið við Vífilfell um áframhaldandi sölu drykkjarfanga frá fyrirtækinu. Gos og bjór frá Vífilfelli hefur verið selt á Ölveri frá upphafi og var mikill vilji af beggja hálfu að halda samstarfinu áfram.

Ölver er vinsæll sport- og karókíbar og gegnir m.a. hlutverki „heimavallar“ Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska knattspyrnulandsliðsins. Staðurinn sýnir frá fjölda íþróttaviðburða á hverju ári og hefur frá stofnun notið talsverðra vinsælda.

Ölver heldur í þessum mánuði upp á 30 ára afmæli sitt en barinn er í dag elsta starfandi krá landsins en hún tók við þeim heiðri er Gaukur á Stöng lagði upp laupana. Ölver hefur ávallt verið á sama stað og í eigu sömu fjölskyldu.

Jón Haukur Baldvinsson, forstöðumaður Söludeildar Vífifells: „Það er mikilvægt fyrir okkur að landa þessum samningi við Ölver. Samkeppnin um bari og veitingahús er mjög hörð, sérstaklega þessa vinsælu bari sem eiga sér stóran og tryggan viðskiptavinahóp. Við stöndum reyndar vel að vígi að vera með Viking sem er langsöluhæsti bjór landsins. Einnig nýtur sérbjórinn sem við framleiðum undir nafninu Einstök vaxandi vinsælda. Aukningin í honum er að hluta til komin vegna ferðamannastraumsins en við njótum góðs af aukinni sölu bjórsins erlendis og vertar segja okkur að ferðamenn spyrji eftir Einstök-bjórnum hér því þeir þekki hann frá heimalandi sínu - ekki síst ferðamenn frá Bretlandi og frá austurströnd Bandaríkjanna.“


Ölver semur við Vífilfell