Fækkun vörunúmera í Diet Coke

Fækkun vörunúmera í Diet Coke
04. mars 2014

Á næstu dögum mun Vífifell hætta framleiðslu á 2ja lítra Diet Coke. 0,5L Diet Coke verður þó áfram framleitt eins og verið hefur.

Ástæða þess að þessi stærð af Diet Coke hættir í framleiðslu er aðalega vegna áherslna Vífilfells og The Coca-Cola Company í þessum vöruflokki, þar sem að áherslur okkar munu verða hér eftir á Coke Zero og Coke Light.

Ísland hefur verið eina landið í heiminum með 3 sykurlausa Coke drykki á markaði. Undanfarin misseri hafa Diet Coke neytendur verið að færa sig yfir í Coke Light eða Coke Zero og gerir það að verkum að ekki verður komist hjá því að hætta með drykkinn í 2ja lítra umbúðum.

Vörunúmer:  02802

Allar frekar upplýsingar veitir Jón Viðar Stefánsson, markaðsstjóri gosdrykkja hjá Vífifelli í gegnum netfangið j@vifilfell.is 

Fækkun vörunúmera í Diet Coke