Fyrsta PlayStation 4 tölvan komin til Íslands

Fyrsta PlayStation 4 tölvan komin til Íslands
15. janúar 2014

Hanna Rún Ingólfsdóttir datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hún fékk símhringingu frá 10-11 og henni tilkynnt að hún hefði unnið fyrstu verðlaun í leik sem 10-11 og Coke Zero stóðu fyrir.  Hönnu var þar tilkynnt að hún hefði unnið PlayStation 4 leikjatölvu – og þá fyrstu sem kom til Íslands.  Hanna var að sjálfsögðu kát enda langaði henni í svona leikjatölvu sem er nýkomin á markað í Ameríku en það er Sony sem framleiðir þessa vinsælu leikjatölvur.  Tölvurnar eru þó ekki væntanlegar til Íslands fyrr en eftir áramót og því vilja eflaust margir vera í sporum Hönnu Rutar nú um jólin. 

Á myndinni tekur Hanna Rún við leikjatölvunni úr hendi Jóns Viðars Stefánssonar, markaðsstjóra Coca-Cola.  

Fyrsta PlayStation 4 tölvan komin til Íslands