Slökktu meira en þinn eigin þorsta

Slökktu meira en þinn eigin þorsta
26. september 2013
Við kynnum með stolti nýja herferð Topps sem við erum að hrinda af stað á næstu dögum. Herferðin er unnin í nánu samstarfi við Rauða Kross Íslands. Vífilfell hefur gert 3ja ára samning við Rauða Kross Íslandsins og mun á þeim tíma fjármagna heilbrigðisverkefni í Masnje-hrepp í sunnanverðu Malavíu.

Verkefnið snýr að byggingu brunna og borun eftir vatni á 8 stöðum í hreppnum en til þessa hafa íbúar þorpanna á svæðinu þurft að ganga langar leiðir til að sækja sér vatn eða notast við óhreint vatn úr pollum og lækjum sem nú eru um það bil að þorfa upp í lok þurrkatímabilsins. 

Þannig að ég hvert skiptið sem þú kaupir flösku af Toppi, gefur þú 3 Lítra af hreinu vatni til Afríku.

Slökktu meira en þinn eigin þorsta